8 skagfirsk verkefni útskrifast á Vaxtasprotanámskeiði
Hópur fólks á Norðurlandi hefur á undanförnum mánuðum tekið þátt í verkefninu Vaxtarsprotum. Á námskeiðinu unnu þátttakendur allir að ákveðnum viðfangsefnum sem lúta að atvinnusköpun í heimabyggð. 8 skagfirsk verkefni tóku þátt í námskeiðinu en útskrift var á dögunum.
Vaxtarsprotar er stuðningsverkefni sem hefur það að markmiði að hvetja og styðja við fjölbreytta atvinnusköpun í sveitum landsins. Verkefnið, sem er á vegum Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, hóf göngu sína á árinu 2007, en hefur síðan komið til framkvæmdar víða um land.Framkvæmd verkefnisins á Norðurlandi var unnin í samvinnu við Leiðbeiningarmiðstöðina í Skagafirði, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra og Búgarð Ráðgjafaþjónustu á Norðausturlandi. Þátttakendum í verkefninu hefur staðið til boða margvíslegur stuðningur. Boðið hefur verið upp á námskeið um stofnun og rekstur fyrirtækja, einstaklingsbundna leiðsögn, auk þess sem ýmsir styrkjamöguleikar hafa verið kynntir.
Í Skagafirði tóku eftirfarandi aðilar og verkefni þátt;
Helga Þórðardóttir Mælifellsá: Mælifellsá – lífrænar sauðfjárafurðir.
Kristín Jónsdóttir, Sauðárkróki; Á Sturlungaslóð í Skagafirði.
Sigurður Hansen Kringlumýri; Kakalaskáli.
Kristín Björg Ragnarsdóttir Sauðárkróki; Villt dýr á Íslandi.
Þórey Helgadóttir Hólum; Hrosshagi – hestamiðstöð
Elín Sigurðardóttir og Magnús Óskarsson Sölvanesi: Vetrargestir – bókmenntadvöl í Sölvanesi.
Trausti Sveinsson Bjarnagili; Ferðaþjónusta á Bjarnagili.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.