46% fjölgun umsókna
Aldrei í sögu háskólans á Hólum hafa jafnmargir sótt um skólavist og í vor. Fjölgun umsókna á milli ára er umtalsverð eða rétt tæplega 46%.
Á heimasíðu skólans kemur fram að þar á bæ séu menn himinsælir. og þykir umsóknafjöldi endurspegla áhuga fólks á greinum skólan. -Jafnframt er hann ávöxtur metnaðarfullrar vinnu starfsmanna við uppbyggingu skólans og síðast en ekki síst hlýtur hann að bera vott um að hér séu ánægðir nemendur sem bera skólanum góða sögu, segir á heimasíðu Hólaskóla.
Alls hafa borist 235 umsóknir þar af 101 umsókn í ferðamáladeild, 15 í fiskeldis- og fiskalíffræðideild (þar af 5 í BS nám í sjávar- og vatnalíffræði sem er sameiginlegt nám með Háskóla Íslands) og 119 í hestafræðideild (þar af 12 í BS-nám í hestafræðum sem er sameiginlegt með Landbúnaðarháskóla Íslands).
Umsóknarfrestur um skólavist rann út 1. júní.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.