4,2 milljónir til Golfklúbbs Sauðárkróks

Sveitastjórn Skagafjarðar hefur samþykkt tillögu Frístundastjóra að  samningi milli stjórnar Golfklúbbs Sauðárkróks og Sveitarfélagsins um þátttöku í almennum rekstri klúbbsins og golfvallarins á Hlíðarenda árið 2009.

 

Er heildarupphæð samningsins nemur  3,0 milljónum króna í ár og er samþykkt að árlega liggi fyrir drög að nýjum samningi við gerð fjárhagsáætlunar í lok október. Þá var lögð fram og samþykkt tillaga að þjónustusamningi milli stjórnar Golfklúbbs Sauðárkróks um slátt og vélavinnu á íþróttaleikvanginum á Sauðárkróki vegna sumarsins 2009. Kostnaður við slátt nemur 1,2 milljónum auk áburðarkostnaðar.
Við afgreiðslu málsins í sveitatstjórn óskaði Bjarni Jónsson bóða að hann teldi eðlilegt að samningar af þessari stærðargráðu væri ræddir í Byggðaráði og að ekki komi fram í fundargerð hvaðan þessir fjármunir séu teknir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir