4. flokkur kvenna byrjuðu með tapi á Húsavík

 

Stelpurnar í 4. flokki Tindastóls hófu keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu sl. mánudag er stelpurnar héldu til Húsavíkur þar sem þær töpuðu 5 - 2 fyrir Völsung.
Það var ljóst frá fyrstu mínútu að okkar stelpur höfðu ekki spilað leik lengi saman. Stelpurnar voru langt frá mönnunum sínum og spilið gekk brösulega enda voru Völsungsstelpur komnar í 3 - 0 þegar fyrri hálfleik lauk.

Eftir ræðu þjálfarans í hálfleik kom mikið betra lið Tindastóls / Neista inn í seinni hálfleikinn og spilaði barasta ágætan leik. Guðný Vaka Björnsdóttir Neistastelpa skoraði tvö mörk fyrir okkur í leiknum og leiknum lauk með 5 - 2 sigri Völsungsstelpna.

Miðað við fyrsta leik okkar stelpna í langan tíma þá var þetta ágætur leikur. Framfarirnar eiga eftir að verða miklar með fleiri leikjum spiluðum í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir