3G kerfi Símans í stað þriggja NMT stöðva í Skagafirði

3G sími

Vegna uppbyggingar á 3G farsímakerfi Símans í tengslum við háhraðanetsverkefni Fjarskiptasjóðs og Símans verða þrjár NMT stöðvar teknar niður í Skagafirði á eftirtöldum stöðum; Hjaltadal, Haganesvík og Skeiðsfossvirkjun. 

 

 

 

 

Nú þegar er GSM samband á þjónustusvæðum í Hjaltadal og Haganesvík. Á öllum stöðunum verða settar upp 3G stöðvar og því skerðist þjónusta ekki. Í örfáum tilfellum gæti verið þörf á nýjum notendabúnaði. Í upphaflegri áætlun um fækkun NMT stöðva var ekki gert ráð fyrir að taka niður stöðina í Skeiðsfossvirkjun en sem fyrr segir er það nauðsynlegt vegna háhraðanetsverkefnisins og er skýringin skortur á aðstöðu þar. Áætlað er að verkinu ljúki í þessari viku.

 

Nánari upplýsingar um háhraðanetsverkefni Fjarskiptasjóðs er hægt að nálgast á:

 

http://fjarskiptasjodur.is/default.asp?cat_id=14&module_id=220&element_id=180

 

http://www.siminn.is/fyrirtaeki/samtengingar/hahradanet/

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir