30 mál á 18 mínútum

Þau voru ekki mikið að þvælast fyrir sveitarstjórnarmönnum í Skagafirði málefnin á fyrsta sveitarstjórnarfundi á nýju ári þar sem afgreidd voru 30 mál á 18 mínútum.
Öll mál voru afgreidd með níu atkvæðum og aðeins í einum lið kvöddu sveitarstjórnarfulltrúar sér hljóðs en það voru þau Gísli Árnason og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir.
Ekki var fjallað um lokun fæðingardeildar á Sauðárkróki líkt og forseti sveitarstjórnar lofaði að yrði gert í viðtali við Svæðisútvarpið þann 7. janúar sl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir