3 x Jón Eðvald

Jón EðvaldÁ dögunum var haldinn á Sauðárkróki stjórnarfundur í Hólmadrangi ehf. en fyrirtækið er í eigu Kaupfélags Steingrímsfjarðar og FISK Seafood hf. sem eiga 50% hvort félag. Svo skemmtilega vill til að allir stjórnarmenn í Hólmadrangi, þrír að tölu, heita Jón Eðvald.

Því þótti rétt að smella mynd af þeim nöfnum í upphafi fundar. Á myndinni eru frá talið frá vinstri: Jón Eðvald Friðriksson framkv.stjóri FISK Seafood hf. Jón Eðvald Alfreðsson fv. kaupfélagsstjóri Kaupfélags Steingrímsfjarðar og Jón Eðvald Halldórsson núverandi kaupfélagsstjóri Kaupfélags Steingrímsfjarðar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir