2 milljarða hagnaður

Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga var haldinn í Selinu á Sauðárkróki s.l. laugardag, þann 17. Apríl.  Á fundinum kom fram að rekstur samstæðu KS gekk nokkuð vel á síðasta ári og tókst að ná til baka 2/3 af halla ársins 2008. Rekstarafkoma  fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 3,3 milljarðar á síðasta ári sem er örlitlu hærra en árið á undan.

Endanleg rekstrarniðurstaða var hagnaður upp á um 2 milljarða króna samanborið við tap upp á um 3 milljarða árið 2008.  Heildarvelta samstæðunnar var 21,8 milljarðar króna á síðasta ári. Starfsmenn voru um 600 á árinu og heildarlaun ásamt launatengdum gjöldum voru um 4 milljarðar 2009.

 Eigið fé samstæðunnar var um 12,9 milljarðar í lok síðasta árs og hafði hækkað um 2,4 milljarða milli ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir