16% kjósenda tóku ekki afstöðu

Snorri Styrkársson hefur rýnt í tölur eftir sveitastjórnarkosningar í Skagafirði en kosninga þátttaka hefur ekki verið jafn dræm í áraraðir. Gild atkvæði voru 261 atkvæði færri nú árið 2010 en þau voru árið 2002. Þá var hlutfall auðra og ógildra seðla óvenju hátt.

 Snorri sendi Feyki eftirfarandi pistil.

 Hvað segja kjósendur

Nú eru sveitarstjórnarkosningarnar afstaðnar og hér í Skagafirði voru úrslitin mikil tíðindi eins og svo víða á landinu.  Framsóknarflokkurinn bætti enn við sig fylgi og festi 4 sveitarstjórnarfulltrúann sinn í sessi.  Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn tapa flestum atkvæðum frá síðustu kosningum.  Formaður Frjálslynda flokksins nær góðum árangri og tryggir sinn eina sveitarstjórnarfulltrúa flokksins á landinu öllu utan fulltrúa á sambræðslulista á Ísafirði.  Vinstri græn auka fylgi sitt en eru nokkuð frá því að ná inn öðrum sveitarstjórnarfulltrúa. 

                                                           2010               2006                      2002       breyting 2002-2010

Samtals gild atkvæði                  2199            2377                      2460              -261

Auðir og ógildir                               131               73                          69                     62

Atkvæði greiddu                           2330            2450                      2529              -199

Á kjörskrá                                        3024          2950                      2979                 45

Kjörsókn                                               77,1%     83,1%                     84,9%

Þessi úrslit eru mjög athyglisverð en önnur og kannski mikilvægari felast í niðurstöðum kosninganna.  Í meðfylgjandi töflu eru upplýsingar um kosningaþátttöku í síðustu þremur kosningum.  Kosningaþátttakan í Skagafirði hefur ekki verið jafn slök og fjöldi auðra og ógildra seðla hefur ekki verið meiri í annan tíma.   Ljóst er því að stór hluti Skagfirðinga vill ekki kjósa þá flokka sem eru í boði og sýna það með tvennum hætti, mæta ekki á kjörstað eða skila auðu eða ógildu. 

Ef kosningaþátttakann hefði verið jafnmikil núna á laugardaginn og hún var í sveitarstjórnarkosningunum 2002 þá hefðu 237 fleiri einstaklingar greitt atkvæði  á laugardaginn.  Þessir sem ekki mættu og þeir sem skiluðu auðu og ógildu eru um 368 talsins sem er um  16% kjósenda.

Snorri Styrkársson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir