101 hundur

Jón Eiríksson

Það segir frá því á Hvammstangablogginu að bóndi einn í Vestur Húnavatnssýslu væri með vélageymsluna á bænum fulla af málverkum og allar eru þær af hundum.

Inni í vélageymslunni eru 101 málverk af hundum í allskonar ástandi og með margskonar hlutverk. Eigandi vélageymslunnar ku vera Jón Eiríksson listabóndi á Búrfelli en ekki eru mörg ár síðan hann málaði 365 myndir af kúm sem Landsvirkjun eignaðist síðar. Jón var verðlaunaður af NBC, Samtaka norrænna bænda, þann 14. ágúst s.l. á Hótel Sögu.

Hægt er að sjá fleiri myndir HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir