100 milljón króna niðurskurður

 heilbrigdisstofnunSamkvæmt fjárlagafrumvarpi ber Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki að skera niður í rekstri sínum um 100 milljónir eða um á milli 11 – 12 % á milli ára. Að sögn  Hafsteins Sæmundssonar, framkvæmdastjóra, er þetta þungt högg en 75% af útgjöldum stofnunarinnar eru launaliðir.

 -Reksturinn er góður og við eigum eftir þetta ár 25 milljónir í afgang af rekstri þessa árs og höfum fengið munnlegt loforð þess efnis að sá afgangur fari upp í niðurskurð næsta árs. Engu að síður standa þá 75 milljónir eftir og ljóst að við þurfum að fara í frekari aðhalds aðgerðir. Við höfum ekki verið að ráða í lausar stöður síðustu mánuði og gætt mikils aðhalds. Nú þarf eins og ég sagði að skoða frekari leiðir til sparnaðar og munum við leita allra leiða áður en við grípum til uppsagna, segir Hafsteinn.

 Nú er í gangi fundur á heilbrigðisstofnuninni þar sem Hafsteinn greinir starfsfólki sínu frá niðurstöðu fjárlaga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir