10 % af innkomu til Þuríðar Hörpu
feykir.is
Skagafjörður
07.10.2009
kl. 09.24
Þær Þórdís Ósk Rúnarsdóttir og Auður Sif Arnardóttir á hárgreiðslustofunni Capello á Sauðárkróki hafa ákveðið að láta 10% af allri innkomu stofunnar í október renna til Þuríðar Hörpu Sigurðardóttur.
Aðspurð segist Þórdís hafa fylgst með ferðalagi Þuríðar Hörpu til Indlands og þeim hafi langað til þess að leggja sitt að mörkum til þess að Þuríður geti haldið áfram og klárað þá stofnfrumumeðferð sem hún gengst undir á nokkurra mánaða fresti næstu þrjú árin. -Margt smátt gerir eitt stórt og þetta er okkar framlag til Þuríðar, segir Þórdís.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.