Göngu- og útivistarklúbbur Skagafjarðar er með tvær gönguferðir nú um helgina. Annarsvegar Jónsmessugöngu í Hegranesvita og síðan verður gengið á Glóðafeyki á laugardaginn. Það er því um að gera fyrir fólk að skella sér enda er fátt betra en góður göngutúr eða fjallganga út í náttúrunni.

Fimmtudagur 24.júní - Jónsmessa

Hegranesviti – kvöldganga    2 klst.

Gengið frá Vesturósi Héraðsvatna að Hegranesvita. Lagt er af stað frá gömlu brúnni á Vesturósnum og gengið út bakkana um Naustavík að vitanum.

Mæting kl.19.45 við gömlu brúna við ósa vestari Héraðsvatna.

Laugardagur 26.júní

Glóðafeykir   

Gengið upp Glóðafeyki frá Flugumýri.
safnast verður saman í bíla frá N1 kl. 9.15 og frá Varmahlíð kl.9.30.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir