farskolinn-logo1Á heimasíðu sinni hvetur Farskólinn íbúa Norðurlands vestra til að kynna sér námsframboð Endurmenntar Háskóla Íslands. Möguleiki er á að sækja námskeið í fjarfundi hjá skólanum.

Kvasir, samtök fræðslumiðstöðva og Endurmenntun Háskóla Íslands hafa undanfarin misseri átt í samstarfi um námskeiðahald í fjarfundi. Með því gefst íbúum á landsbyggðinni tækifæri til að sækja fjölbreytt framboð námskeiða Endurmenntunar í sinni heimabyggð.

Námskeiðin eru send út í gegnum fjarfundarbúnað í rauntíma sem gerir öllum þátttakendum kleift að taka þátt í umræðum. Farskólinn hvetur alla til þess að skoða framboð námskeiða hjá EHÍ og hafa samband við okkur til að kanna möguleika á að sækja námskeið í fjarfundi. Hafa ber í huga að mikilvægt er að fyrirvari sé nægur og aldrei minni en 10 dagar.

Hægt er að skoða námskeiðaframboð EHÍ á www.endurmenntun.is 

/Farskólinn.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir