Aðsent efni

Sterkari sveitir eru allra hagur | Njáll Torfi, Björn Bjarki og Vilhjálmur skrifa

Reglulega kemur upp umræða um jarðir, jarðaviðskipti og kynslóðaskipti í landbúnaði. Í ritinu Ræktum Ísland, skýrslu Björns Bjarnasonar og Hlédísar Sveinsdóttur, er efninu gerð verðug skil. Þá hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins ítrekað flutt frumvörp um ýmsar aðgerðir til að auðvelda ættliðaskipti á bújörðum.
Meira

Samgöngur eru heilbrigðismál | Arna Lára Jónsdóttir skrifar

Allir landsmenn eiga að hafa öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og búsetu. Góðar samgöngur í okkar dreifbýla landi skipta þar lykilmáli. Margir íbúar Norðvesturkjördæmis þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu um langan veg, yfir heiðar eða undir hættulegum hlíðum, auk þess að búa við takmarkaða vetrarþjónustu sem getur heft för. Fyrsta hjálp getur skipt sköpum. Fyrir fjölskylduvæn samfélög á landsbyggðinni er öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu ásamt öruggum samgöngum, traustum fjarskiptum og fjölbreyttum atvinnutækifærum grundvallaratriði.
Meira

Vilja miklu stærra bákn

Mjög sérstakt er að sjá forystumenn Viðreisnar og aðra frambjóðendur flokksins gagnrýna umfang íslenzku stjórnsýslunnar og segjast vilja minnka báknið á sama tíma og helzta stefnumál flokksins, sem öll önnur stefnumál hans taka í raun mið af, er að Ísland gangi í Evrópusambandið sem telur stjórnsýsluna hér á landi þvert á móti allt of litla til þess að standa undir þeim skuldbindingum sem fylgja inngöngu í sambandið. Þá er ekki beinlínis hægt að segja að áralöng vera Viðreisnar í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur hafi leitt til þess að dregið hafi verið út bákninu þar á bæ. Þvert á móti hefur mikil útþensla átt sér stað.
Meira

Beint millilandaflug til Norðurlands: Lykill að fjölbreyttari og stöðugri ferðaþjónustu

Nýlega komu fyrstu flug easyJet frá London annars vegar og Manchester hinsvegar beint á Akureyrarflugvöll, flogið verður tvisvar í viku út mars. Þetta skiptir ferðaþjónustu á Norðurlandi öllu gríðarlegu máli. Skagafjörður hefur alla möguleiki á að vera vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn, hér eru fjölbreyttir útivistarmöguleikar, mikil saga og menning, fjöldi safna og sýninga, og náttúrufegurð allan ársins hring.
Meira

Aukinn stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði | Hannes S. Jónsson skrifar

Frá árinu 2007 hefur ferðasjóður íþróttafélaga fengið framlag á fjárlögum Alþingis og er ljóst að ferðasjóðurinn þarf að fá verulega hækkun á fjárlögum á næstu árum. Framlag ríkisins í ferðasjóðinn er beinn fjárhagslegur stuðningur við iðkendur í íþróttum og fjölskyldur þeirra og þá sérstaklega íbúa landsbyggðarinnnar sem þurfa að fara um langan veg mörgum sinnum á ári til að taka þátt í keppni í skipulögðu íþróttastarfi. Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands-ÍSÍ sér um úthlutun sjóðsins fyrir hönd ríkisins.
Meira

Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS

Í dag er 11. virki dagurinn síðan KÍ boðaði til verkfalls í 9 skólum á landinu. Einn þessara skóla er leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki, en 2ja ára dóttir mín byrjaði þar í lok ágúst. Við fjölskyldan erum nefnilega nýlega flutt á Sauðárkrók, en hingað komum við 1. maí.
Meira

Förum betri vegi til framtíðar | Frá frambjóðendum Sjálfstæðisflokks

Undanfarnar tvær vikur höfum við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi ferðast um kjördæmið víðfeðma sem við bjóðum okkur fram í til þjónustu og hagsmunagæslu. Áskoranirnar eru margar en það er kunnara en frá þurfi að segja hversu bágborið ástand vegakerfis er víðast hvar. Þó að framfarir hafi orðið á sumum svæðum á allra síðustu árum eru samt til staðar þjóðvegir sem lagðir voru fyrir rúmri hálfri öld og þóttu þá frekar bágbornir.
Meira

Eilíf höfuðborgarstefna | Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Sú byggðastefna sem rekin hefur verið hérlendis undanfarna áratugi hefur skilað þeim vafasama árangri að um 70% landsmanna búa á milli Hvítá í Árnessýslu og Hvítár í Borgarfirði. Á meðan berjast sveitarfélög utan þess svæðis við að halda uppi ákveðnu þjónustigi og vera búsetukostur sem laðar að nýtt fólk. Lengi hefur legið fyrir að sveitarfélögin þurfa að auka tekjustofna sína og fjölga íbúum. En hvernig?
Meira

Sunddeild Tindastóls og þjálfaraskortur | Hildur Þóra Magnúsdóttir skrifar

Sunddeild Tindastóls hefur verið ómetanlegur hluti af samfélagi okkar á undanförnum árum, bæði sem hluti af íþróttaiðkun barna og sem stuðningur við heilsueflandi samfélag á svæðinu. Með samstöðu stjórnar, foreldra og þjálfara hefur sunddeildin opnað dyr fyrir unga iðkendur til að læra sundtækni og stunda heilsusamlega hreyfingu frá upphafi grunnskólagöngu. Hins vegar hefur skortur á sundþjálfurum í haust orðið til þess að enn hefur ekki verið hægt að hefja sundæfingar fyrir yngstu hópanna.
Meira

Heilbrigð sál í hraustum líkama | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Grundvallar þörf hverrar fjölskyldu frá vöggu til grafar er traust aðgengi að heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Það vill Flokkur fólksins tryggja. Þarfir okkar sem einstaklinga og fjölskyldna eru ekki alltaf fyrirsjáanlegar og þegar veikindi verða, hvort sem um er að ræða varanleg veikindi, slys, fötlun, andleg sem líkamleg eða umönnun aldraðra og öryrkja þá viljum við að þeim þörfum sé mætt sem best í heimabyggð.
Meira