Aðsent efni

Glæsilegir jazztónleikar í Heimilisiðnaðarsafninu

Það er fastur liður í starfsemi Heimilisiðnaðarsafnins að halda Stofutónleika og í nokkur undanfarin ár hafa þeir farið fram á síðasta degi Húnavöku. Í þetta sinn heimsóttu okkur Blönduósingurinn Haraldur Ægir Guðmundsson, kontrabassaleikari, sonur Erlu Evensen og Guðmundar Haraldssonar. Með honum í för voru þau Rebekka Blöndal, söngkona og Daði Birgisson sem lék á píanó. Haraldur (Halli Jazz) gaf áheyrendum innsýn í hvað á daga hans hefur drifið undanfarin ár í tali og tónum, en hann er allt í senn tónskáld og textahöfundur, framleiðandi og kontra- og rafbassaleikari.
Meira

Velur þú að loka barnið þitt inni í her­bergi með barna­níðingi?

Skjátími barna og ungmenna er oft í samfélagsumræðunni og þá aðallega hvort banna eigi snjallsíma í skólum. Sjálf hef ég meiri áhyggjur af því HVAÐ á sér stað í snjalltækjunum heldur en HVAR það á sér stað. Rannsóknir sýna að samfélagsmiðlar auka vanlíðan barna og kvíða fyrir utan markaðshyggjuna sem þar ríkir. Það er skammgóður vermir að varpa ábyrgðinni yfir á skólana með einhverskonar símabanni. Snjalltæki í skólum eru nýtt til náms og í þeim tækjum er ekki aðgangur að Snapchat eða Tiktok. Samfélagsmiðlanotkun er samfélagsvandi og þar bera foreldrar ábyrgðina. Það er tímabært að samfélagið horfist í augu við það og axli þá ábyrgð en varpi henni ekki annað.
Meira

Réttsælis eða rangsælis | Leiðari 27. tölublaðs Feykis

Tröllaskagahringinn fór undirritaður sl. sunnudag í sumarveðri. Þrátt fyrir að þurfa að fara í gegnum fjögur göng þá er alla jafna gaman að fara þennan rúnt – ekki síst í góðu veðri. Það er margt að skoða og leiðin stútfull af bröttum fjöllum og grösugum dölum, söfnum og sjoppum. Á leiðinni er rennt í gegnum Hofsós, Sigló, Ólafsfjörð og Dalvík og hægt að teygja rúntinn með viðkomu á Hólum, í Glaumbæ, Varmahlíð, á Króknum og á Akureyri. Og svo ekki sé talað um að uppgötva útvegsbæina Árskógs-strönd, Hauganes, Hjalteyri og Dagverðareyri og hvað þeir nú heita allir þarna í Eyjafirðinum.
Meira

Hver er maðurinn og hvað hefur hann sagt? | Kristófer Már Maronsson skrifar

Það var stórkostleg stemning í Laugardalnum í dag þar sem stelpurnar okkar sýndu okkur framúrskarandi fótbolta og sigruðu Þýskaland 3-0 til að tryggja sér sæti á EM í Sviss á næsta ári. Það sem gerði leikinn enn betri var stórbrotinn stuðningur þúsunda stelpna af Símamótinu sem létu vel í sér heyra á vellinum og ætla sér væntanlega margar að komast í landsliðið seinna á ferlinum. Eftir leik sá ég að síminn hafði verið í yfirvinnu við að taka á móti símtölum og skilaboðum og ég hitti nokkra Skagfirðinga sem stöppuðu í mig stálinu. Það hafði birst grein á Feyki kl. 16 sem ég hafði ekki séð, ber hún nafnið „Af tveimur skáldum”. Hana má finna í fyrstu athugasemd.
Meira

Af tveimur skáldum | Ragnar Þór Pétursson kennari skrifar

Það var í frosti og hríð, snemma í apríl, nokkru fyrir þarsíðustu aldamót, að séra Matthías fékkst ekki til að koma í kvöldmat á heimili sínu á Akureyri. Sem var óvenjulegt. Matthíasi lét sig yfirleitt ekki vanta við máltíðir (eins og sást á honum). Þar að auki átti yngsti sonur hans afmæli þennan dag. Eftir árangurslausa tilraun til að fá karlinn til að líta upp af skrifborðinu ákvað eiginkona hans að hún og börnin myndu borða ein. Og það gerðu þau. Alllöngu seinna birtist Matthías loks í dagstofunni, skælbrosandi, rjóður og reifur. Hann hafði eytt síðustu klukkutímum í glaðasólskini hugans við að yrkja það sem hann átti eftir að kalla „kvæðismynd“ um Skagafjörð.
Meira

KS og Kjarnafæði Norðlenska | Gísli Sigurgeirsson skrifar

Í mörg undanfarin ár hef ég valið vörur frá Kjarnafæði þegar ég kaupi unnar kjötvörur í matinn. Ekki síst vegna þess að ég þekki gæskuríki þeirra bræðra Gunnlaugssona, sem með dugnaði og áræðni byggðu upp stöndugt fyrirtæki, enda með öfluga starfsmenn. Þetta byrjaði allt með því að Eiður vinnur minn fór að sletta kjöti á nokkrar flatbökur í bílskúrnum sínum í Þorpinu, ,,en mjór er mikils vísir”. Flatbökurnar seldust eins og heitar lummur. Úr varð öflugt fyrirtæki, Kjarnafæði, sem Eiður mótaði með Hreini bróður sínum og ,,Kalli bróðir” var þeim til halds og trausts.
Meira

Réttur til sambúðar á hjúkrunarheimilum | Eyjólfur Ármannsson skrifar

„Það er eins og við séum slit­in í sund­ur, það er ekki hægt að segja annað, og ein­mitt þegar kannski væri mest þörf­in fyr­ir stuðning.” Þetta sagði viðmæl­andi í Kast­ljós­sviðtali árið 2013. Eig­in­kona hans þurfti að flytj­ast á hjúkr­un­ar­heim­ili og hann vildi fara með henni en fékk ekki samþykkt færni- og heil­sum­at. Maður­inn heim­sótti kon­una sína dag­lega í þrjú ár.
Meira

Í hamingjunnar bænum | Leiðari 25. tölublaðs Feykis

Hamingjan er pínu milli tannanna á fólki þessa dagana eftir að í ljós kom í íbúakönnun landshlutanna að Skagfirðingar, ásamt íbúum á Snæfellsnesi og á Héraði, eru öðrum Íslendingum hamingjusamari að meðaltali. Þegar þessi íbúakönnun er skoðuð má einnig sjá að það er talsverður munur á hamingju fólks eftir því hvort það býr í Skagafirði eða Húnavatnssýslum. Hvernig má það vera?
Meira

Nauðsynlegar athugasemdir við hálfsannleik FISK | Magnús Jónsson skrifar

Í grein á Feykir.is þann 2. júlí undir yfirskriftinni „Nauðsynlegar leiðréttingar“ eftir framkvæmdastjóra FISK Seafood er of mikið af hálfsannsleik til að því sé ekki svarað. Þó skal tekið fram að ég ætla ekki að standa í ritdeilum við hann enda taldi ég eftir ágætan fund okkar í fyrra að smábátamenn þyrftu ekki að reikna með þeim aðgerðum sem fyrirtækið fer nú í gegn hagsmunum þeirra. En lengi skal manninn reyna. Hér á eftir verður farið yfir helstu staðreyndir sem tengjast þessu máli.
Meira

Nauðsynlegar leiðréttingar | Friðbjörn Ásbjörnsson skrifar

Síst af öllu vill FISK Seafood troða illsakir við eigendur smábáta í Skagafirði enda er fjölbreytileikinn í sjósókn okkar, eins og raunar allra landsmanna, afar mikilvægur. Þess vegna olli grein Magnúsar Jónssonar, formanns Drangeyjar, í Feyki í gær vonbrigðum. Bæði hallaði hann þar réttu máli og skautaði framhjá augljósum aðalatriðum. Til viðbótar hengir hann bakara fyrir smið þegar hann gerir FISK Seafood ábyrgt fyrir því að tillögur sveitarfélagsins um dreifingu byggðakvótans fáist ekki samþykktar af stjórnvöldum.
Meira