Aðsent efni

Loftslagsráðherrann og sveitarfélögin á Norðurlandi vestra | Sigurjón Þórðarson skrifar

Núverandi umhverfisráðherra fer með himinskautum í endurskipulagi stofnana ráðuneytisins, þar sem rauði þráðurinn er að sjónarmið Samtaka atvinnulífsins ráði ferðinni í einu og öllu.
Meira

Heiminn vantar fleiri faðmlög | Leiðari 14. tbl 2024

Faðmlag er eitt af mörgum fallegum orðum í íslenskunni. „Faðmlög eru einstaklega jákvæð leið til samskipta og til að sýna væntumþykju. Vinir faðmast og við sýnum fólkinu okkar væntumþykju með faðmlögum,“ segir á netsíðunni Hjartalíf.is og þar er reyndar sagt að faðmlög minnki hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum og losi um streytu. Það eru því fá – ef einhver – lög betri en faðmlögin og þau ættu að ósekju að tróna á toppi vinsældalista okkar íbúa bláa hnattarins.
Meira

Nærandi ferðaþjónusta | Freyja Rut Emilsdóttir skrifar

Nærandi ferðaþjónusta er hugtak sem fær sífellt meiri athygli í umræðunni bæði hér á Íslandi sem og um heim allan. Hugtakið felur í sér markvissar aðgerðir sem fólk og fyrirtæki geta gripið til með það að markmiði að hafa jákvæð áhrif á nærumhverfi og náttúru og skilja þannig við áfangastaðinn, samfélagið og náttúruna í betra ástandi en áður. Þannig er farið skrefi lengra en sjálfbærni þar sem markmiðið er að skilja ekki við umhverfið í verra ástandi en áður og ganga ekki á auðlindir framtíðar.
Meira

Máttur menntunar | Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Það hefur lengi verið sagt að menntun sé máttarstólpi samfélagsins. Fjöreggið. Skólakerfið okkar á að vera öflugasta jöfnunartækið, þar eiga allir að hafa sömu tækifærin. En er það svo? Við getum vissulega fagnað þeim breytingum að fríar skólamáltíðir verða að veruleika, aðgerð sem jafnar leikinn að einhverju leyti og er breyting til batnaðar fyrir öll.
Meira

1500 FRÆ

Meðmæli eru frækorn. Við erum að sá og fjárfesta til framtíðar. Við munum enn fremur uppskera eins og við sáum. Ef við sáum þeirri hegðun að frambjóðendur verði að vera þekkt andlit, með reynslu úr pólitík eða opinberri þjónustu – þá uppskerum við eftir því. Umsóknarkröfum ætti þá að breyta til samræmis hið snarasta sem og heiti starfsins. Embætti fyrir útvalda. Embætti fyrir fræga. Embætti fyrir völd og pólitík.
Meira

List á ferð / Art travels

Þegar við hugsum um leiðir til að bæta heilsu samfélagsins þá hugsum við ekki alltaf um aðgengi að listum. En þegar við hugsum um það þá eru listir ein tegund tilfinningatjáningar. Hvort sem það er hamingja eða örvænting þá er það nauðsynlegt að hafa útrás til að nálgast tilfinningar á heilbrigðan og öruggan hátt. Samfélög sem styðja við listir, koma saman til að skapa list saman, hafa sýnt sig að vera tengdari. Þannig höfum við betri stuðningskerfi almennt sem leiðir til betri heilsufars.
Meira

Brimskaflar lífsins | Leiðari 12. tbl. Feykis

Að liggja á spítala getur verið góð skemmtun. Undirritaður þurfti í ársbyrjun að leita sér hjálpar vegna augnvandamála og fékk að dvelja á Landspítalanum í ellefu daga. Eftir að hafa séð allt í móðu í nokkrar vikur tók augnlæknirinn minn fram galdraverkfærin sín og smám saman varð ljós. Hann vildi hafa auga með mér, vandræðagarminum, og fannst rétt að ég tæki gluggasæti á 12G.
Meira

Fyrirspurn um grjótkast á Alþingi

Nú í apríl hlotnaðist mér óvænt sá heiður að sitja nokkra daga á Alþingi fyrir Flokk fólksins. Ég notaði tækifærði og skráði inn fyrirspurn til fyrrverandi innviðaráðherra, Sigurðar Inga, formanns Framsóknarflokksins, um tjónið sem vegfarendur hafa orðið fyrir vegna grjótkasts frá misheppnaðri klæðningu á nýlögðum Þverárfjallsvegi.
Meira

Elínborg – meðmæli með biskupsefni

Það varð sóknarbörnum í Grundarfirði fljótt ljóst, þegar þau fóru að kynnast nýja sóknarprestinum sr. Elínborgu Sturludóttur, árið 2003, að þar var á ferðinni afburða manneskja. Nýi presturinn hafði sem vegarnesti djúpt innsæi, góðar gáfur og mannkosti til að takast á hendur fjölbreytt og vandasamt starf sóknarprests í sjávarþorpi. Hún gekk í verk af skörungsskap, en ekki síður af fagmennsku, hlýju og virðingu fyrir fólki og mismunandi aðstæðum þess, bæði í gleði og sorg. Hið sama má segja um störf hennar sem sveitaprests í Borgarfirði og Dómkirkjuprests, samtals í yfir 20 ár.
Meira

AÐSENT - Jón Stefán Gíslason: Hrakfallabálkur af hálendinu, febrúar 1973

Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð var stofnuð 17. október árið 1971. Hún byggði á hugsjón heimamanna, fyrirmynd úr Reykjavík og að miklu leiti vegna áhuga Brynleifs Tobíassonar á flugi. Með aukinni umferð lítilla flugvéla blasti við að slys eða óhöpp gætu orðið tíðari og ekki alltaf á aðgengilegum stöðum. Mannkraftur var nógur og í góðu formi en tækjakostur enginn. Við fengum aðstöðu í Gamla Lundi sem þá stóð auður og var í eigu Sigurpáls Árnasonar.
Meira