Aðsent efni

Börn á Íslandi, best í heimi!

Ef marka má tímann sem fer í samfélagsumræðu fullorðins fólks um aðstæður, líf og framtíð barna og ungmenna mætti ætla að börn hefðu aldrei haft það betra og að það að vinna með börnum og ungmennum séu mikilvægustu störf þjóðarinnar. Að vera foreldri og sinna fjölskyldulífi með börnum og ungmennum sé sannkallað virðingarhlutverk en ekki baggi á atvinnulífinu sem þurfi að leysa á sem ódýrastan hátt.
Meira

Heilbrigðisþjónusta – þéttum raðirnar og þjónustuna | Frá frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins

Norðvesturkjördæmi er víðfeðmt og aðstæður ólíkar eftir svæðum, legu og íbúafjölda. Um allt kjördæmi er heilbrigðisstarfsfólk sem brennur fyrir starf sitt og geislar af metnaði og fagmennsku. En það eru holur í heilbrigðiskerfinu í kjördæminu okkar líkt og í vegakerfinu og heilbrigðisþjónustuna þarf að reyna að jafna eftir megni þannig að íbúar og þeir sem á viðkomandi svæði dvelja um lengri eða skemmri tíma upplifi sig öruggari.
Meira

Lögum grunninn | Arna Lára Jónsdóttir skrifar

Samfylkingin hélt 40 opna fundi með almenningi um land allt þar sem fjallað var um heilbrigðismál og annað eins með sérfræðingum og starfsfólki í greininni. Þessi vinna liggur til grundvallar plagginu Öruggu skref í heilbrigðismálumþar sem sett eru fram þjóðarmarkmið til að bæta kerfið. Lausnirnar felast fyrst og fremst í því að laga grunninn í kerfinu.
Meira

Búsetutengd mismunun í heilbrigðisþjónustu, í boði einkavæðingar og heilbrigðisráðherra Framsóknar

Búsetutengdur munur á notkun þjónustu sérgreinalækna er mjög mikill. Íbúar dreifbýlis nota þjónustuna mun minna en höfuðborgarbúar og íbúar Vestfjarða og Austfjarða minnst allra, nefnilega þrisvar sinnum minna en höfuðborgarbúar. Lýðheilsuvísar benda ekki til þess að íbúar í dreifbýli séu heilsubetri en höfuðborgarbúar. Nærtæk skýring á þessum mun er að kaupandi þjónustunnar, ríkið, lætur sig engu varða hvar þjónustan er veitt og hún hefur nær öll byggst upp í Reykjavík.
Meira

Súsanna Guðlaug valin í unglingalandsliðið í frjálsum

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur tilkynnt nýtt unglingalandslið 15-19 ára fyrir tímabilið 2024-2025 og hafa 60 einstaklingar náð þessum frábæra árangri. Unglingalandsliðið er valið út frá árangri á utanhúss tímabilinu 2024 og eru skilgreind lágmörk í hverri grein og aldursflokki. Einn Skagfirðingur er kominn inn í unglingalandsliðið í ár en það er hún Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir, með árangurinn 1,57 m í hástökki og 12.90 sek. í 80m grind.
Meira

Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Traust og trúverðugleiki Kjósendur þurfa nú að vega og meta hverjum er best treyst fyrir stjórn landsins og hvernig samfélagi þeir vilja búa í á komandi árum. Kjósendur eru í raun að taka frambjóðendur flokka í atvinnuviðtöl og ráða síðan í framhaldinu í vinnu með almannahagsmuna að leiðarljósi næstu fjögur árin.
Meira

Skóli fyrir alla

Meira

Bændur og landið okkar í velsældarhagkerfi

Píratar hafa alltaf verið flokkur sem tala fyrir kerfisbreytingum í þágu samfélagsins. Vandamál nútímans eru nefnilega oftast kerfisbundin og til þess að fá öðruvísi niðurstöður er þörf á öðruvísi nálgun.
Meira

Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli

Á Sauðárkróki hafa verkfallsaðgerðir leikskólakennara haft víðtæk áhrif. Í lítilli, óformlegri örkönnun sem ég lagði fyrir foreldra í síðustu viku komu margslungin áhrif verkfallsins í ljós. Það sem mér finnst vera alvarlegustu áhrifin eru vanlíðan, óöryggi og óvissa foreldra og barna í samfélaginu.
Meira

Látum ljósin loga í sveitunum | Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Íslenskir bændur lifa ekki af launum sínum, eru í stöðugum taprekstri og þurfa að vinna tvöfalt jafnvel þrefalt á við annað fólk. Það er mikilvægt að í nýju stuðningskerfi landbúnaðarins fái bændur mannsæmandi laun fyrir að sinna því mikilvæga samfélagshlutverki að framleiða matinn sem við hin þurfum á að halda, yrkja land og huga að umhverfinu. Matvælaframleiðsla er ekki aðeins mikilvæg fyrir heilsu almennings og efnahag, heldur einnig grundvöllur sjálfstæðis okkar sem þjóðar. Við verðum að horfast í augu við þá pólitísku staðreynd að án bænda verður enginn íslenskur landbúnaður.
Meira