Þjóðaratkvæði um aflamark eða sóknarstýringu
Þar sem löngu er ljóst að hin furðulega LÍÚ nefnd um endurskoðun kvótakerfisins mun engu skila nema tillögum um óbreytt kvótakerfi, þá er víst að kvótakerfið verður að fara í þjóðaratkvæði og það sem fyrst. Fyrirfram er ljóst hver niðurstaðan verður enda 80-90 % af þjóðinni á móti þessu illræmdasta kvótakerfi veraldar.
Kvótakerfi sem skaðar hvert einasta mannsbarn, (fædd og ófædd) á íslandi um milljónir króna hvert einasta ár.
Kvótakerfi sem býður mönnum upp á að kasta mörgum tugum þúsunda tonna af fiski í sjóinn hvert einasta ár.
Kvótakerfi sem býður mönnum upp á stórfellt svindl og undanskot frá hafnarvigt.
Kvótakerfi sem býður mönnum að brjóta á mannréttindum hvern einasta dag án þess að þar til bær yfirvöld skeristr í leikinn.
Kvótakerfi sem alið hefur af sér geðsjúklinga sem ekki veigra sér við að leggja niður heilu sjávarþorpin í nafni hagræðingar.
Kvótakerfi sem leyft hefur mönnum að stynga af með hundruði milljarða úr greininni og skilja sjávarbyggðirnar eftir í rjúkandi rústum.
Kvótakerfi sem hnept hefur þúsundir manna í sára fátækt, eignamissi, atvinnumissi og félagslegar hörmungar.
Kvótakerfi sem ól af sér algert hrun íslenska lýðveldisins.
Færeyingar vita hvað þeir syngja þegar kemur að stjórnun fiskveiða enda vegnar þeim vel.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.