Réttlátt samfélag

Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október snýst m.a. um, hvort við sem byggjum Ísland viljum öll sitja við sama borð. Atkvæðagreiðslan snýst um, hvort við viljum, að stjórnarskráin okkar kveði skýrt á um réttindi fólksins í landinu – mannréttindi, réttinn til réttmæts arðs af auðlindum í þjóðareigu, jafnan kosningarrétt, réttinn til frjáls aðgangs að upplýsingum í fórum stjórnvalda, réttinn til óspilltrar náttúru og réttinn til að segja frá því, sem aflaga fer, og þannig áfram.

Réttur eins leggur skyldur á herðar annarra. Stjórnarskráin er réttindaskrá og kveður því jafnframt á um skyldur borgaranna.

Frumvarp Stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár biðlar til þeirra, sem hafa notið forréttinda umfram aðra, að deila þeim með okkur hinum, svo að við getum framvegis öll náð að sitja við sama borð.

Þess vegna hefst frumvarps Stjórnlagaráðs á þessum orðum:

„Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð.“

Upphafsorðin vísa veginn að anda og bókstaf frumvarpsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir