Rekstrarniðurstaða Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Fulltrúar Sjálfstæðismanna ákváðu að fara þá leið í sveitarstjórn undanfarin fjögur ár að vinna að góðum málum en vera ekki á móti, bara til að vera á móti – sem því miður er algengt í stjórnmálum á Íslandi.  Við höfum unnið með meirihlutanum af heilindum og einnig hefur verið hlustað eftir okkar sjónarmiðum. Gott dæmi um vinnubrögð okkar er hvernig staðið var að stækkun Árskóla, en þar náði tillaga okkar fram að ganga, en hún sparaði sveitarfélagsinu hundruði milljóna króna og íþróttavöllurinn fékk að vera í friði og það var okkur dýrmætt.

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar var lagður fram nýlega.  Rekstrarafgangur er jákvæður umfram þær áætlanir sem lágu fyrir á árinu. Þetta sýnir að þær aðhaldsaðgerðir sem sveitarstjórn hefur unnið eftir á síðari hluta kjörtímabilsins eru að skila árangri.  Þetta var okkar stærsta stefnumál fyrir síðustu kosningar og það tókst.

Sjálfstæðismenn vilja árétta að þrátt fyrir bætta afkomu á síðasta ári, má hvergi slaka á í stöðugri endurskoðun á rekstarkostnaði sveitarfélagsins á komandi árum. Aðhald í rekstri og efling atvinnulífs með fjölgun starfa er grundvöllur þess að hægt verði að bæta þjónustu við íbúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar og jafnframt að ná fram lækkun á skuldum sveitarfélagsins. Sjálfstæðismenn munu leggja höfuðáherslu á það markmið að rekstur sveitarfélagsins stuðli að aukinni hagsæld fyrir íbúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar á komandi árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir