Ímynd Íslands sem fiskveiðiþjóð er stórbrotin
Ímynd Íslands sem ábyrgrar fiskveiðiþjóðar er því miður ekki til nema í hugum gráðugrar klíku LÍÚ sem hefur svo sannarlega steypt Íslandi á hausinn! Engin þjóð í heiminum stundar eins óábyrgar og ruddafengnar fiskveiðar líkt og íslendingar gera.
Tökum nokkur dæmi:
Íslendngar kasta í sjóinn árlega 35-50 þúsund tonnum af fiski sem ekki er æskilegt að koma með að landi vegna tegundar sinnar eða stærðar.
Íslendingar leyfa frystitogurum sínum að sólunda 70% af öllum afurðum sínum í hafið þar sem það ekki hentar þeim að koma með þær að landi vegna ímyndaðs plássleysis um borð í skipunum (opinber skýring) en reyndin er sú að þetta er gert að stórum hluta til að falsa nýtingarstuðla (aukinn kvóti) líkleg fölsun færir þeim 35% betri nýtingu á aflaheimildum.
Íslendingar leyfa sérstökum að stela að jafnaði 20-30% undan hafnarvog og falsa vigtanótur og afurðaskýrslur því samfara.
Íslendingar leyfa grútarprömmum að veiða 70 þúsund tonn af makrííl til bræðslu í skepnufóður.
Íslendingar leyfa veiðar með flottrolli langt upp á landgrunnið með skelfilegum afleiðingum fyrir marga fiskistofna.
Smug fiska í gegnum trollin drepur allt að 10 til 15 fallt það magn sem skipin koma með að landi.
Meðafli flottrollsskipa er gríðarlegur og fer hann allur til bræðslu. Fyrir þessum meðafla þurfa flottrollsskipin ekki að setja neinn kvóta í bolfiski.
Árlegur meðafli flottrollskipanna lætur nærri að vera eins og allur bolfiskafli vestfizkra skipa á hverju ári.
Gríðarlegt magn af þorskseiðum, ufsaseiðum og ýsuseiðum auk skötusels og grásleppu er drepið með flottrollinu og brætt í mjöl og lýsi.
Íslendingar heimila þrælahald á sjómönnum kvótalausra skipa og neyða þá til að greiða 80-90 % af öllum sínum tekjum til þeirra útgerða sem fá kvótann gefins frá ríkinu 1. september ár hvert.
Níels A. Ársælsson.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.