Árskólabygging

Ég undirrituð sendi inn á sveitafélagið spurningu um hvað liði Árskólabyggingu. Ekkert svar hef ég fengið og því sendi ég smá hugleiðingu í Feyki.

Síðastliðin 10 – 15 ár hafa nemendur Árskóla verið kvaddir á vorin með þá ósk í hjarta að Árskólahúsnæðið yrði bætt eða byggt á þessu ári eða því næsta, árið eftir eða.......

Síðast liðið vor var hljóðið svo gott að undirrituð átti von á að fara útí sumarið og þegar að hún kæmi til baka væru iðnaðarmenn á fullu við að loka við einhvern hluta af því sem við erum alltaf að bíða og bíða eftir.

Í vor var tekin smá hola sunnan við matsalinn og ekkert meira. Í sumar voru leiktækin máluð sem foreldrafélagið fékk loksins uppsett fyrir sennilega þremur árum síðan og þau síðan tekin niður og allar mottur teknar upp líka.

Af hverju máttu leiktækin ekki standa uppi og börnin nota þau fram að framkvæmdum?

Síðan þá hefur ekkert gerst sem sést.

Ætlar sveitastjórn Skagafjarðar að bjóða börnum sveitafélagsins uppá það að ekkert fari af stað fyrr en kannski í águst þegar að skóli hefst að nýju ?

Eða eru framkvæmdir komnar á ís eina ferðina enn.

Sigríður R.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir