A-Húnavatnssýsla

Mótast mökunarköll landsela við Ísland af ógnum í umhverfi?

Landselsbrimlar við Íslandsstrendur virðast gefa frá sér lengri og lægri hljóð á fengitíma en landselir við Danmörku og Svíþjóð og það gæti markast að mögulegri ógn í umhverfi þeirra samkvæmt því sem fram kemur í niðurstöðum nýrrar rannsóknar vísindamanna við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Húsavík, Selasetur Íslands, Hafrannsóknastofnun, Syddansk Universitet og Árósaháskóla í Danmörku. Greint er frá niðurstöðunum í grein í nýjasta hefti vísindaritsins JASA Express Letters.
Meira

Leitin að Fugli ársins 2021 er hafin

Á vef Fuglaverndar segir að fuglar séu hluti af daglegu lífi fólks og flestir eigi sinn uppáhalds fugl og hverjum þykir sinn fugl fagur. „Í vetur hafa staðfuglar og vetrargestir glatt okkur með nærveru sinni en nú nálgast vorið og farfuglarnir fara að tínast til okkar á eyjunni fögru. Fuglavernd ætlar að fagna vorkomunni með kosningu á Fugli ársins 2021 og verða úrslitin kynnt á sumardaginn fyrsta.“
Meira

Númerslausir bílar og óþrifnaður á íbúðarlóðum

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra hyggst nú á vordögum fjarlægja númerslausa bíla og annað á lóðum sem þykir til lýta á umhverfi en samkvæmt tilkynningu frá HNV er leyfilegt að geyma númerslausan bíl á innkeyrslum þ.e. ef viðkomandi bíll veldur ekki mengun eða er augljóslega ekki lýti á umhverfi.
Meira

Hollvinasamtök HSB láta gott af sér leiða

Aðalfundur Hollvinasamtaka HSB á Blönduósi var haldinn í síðustu viku en þar var hlaupið yfir starfsemi síðastliðins árs. Á Húni.is kemur fram í pistli stjórnar að meðal þess sem samtökin tóku sér fyrir hendur var að kaupa nuddbekk í janúar og æfingatæki í aðstöðu sjúkraþjálfara. Þá voru gefnar spjaldtölvur og heyrnatól á deildir HSB og Hnitbjarga. Súrefnistæki fór til Sæborgar á Skagaströnd og þá söfnuðu þær Angela Berthold sjúkraþjálfari og Eva Hrund Pétursdóttir iðjuþjálfi fyrir þjálfunarhjóli fyrir sjúkradeild 1 og 2.
Meira

Feykir 40 ára í dag

Í dag eru 40 ár liðin frá því að fyrsta tölublað Feykis kom út 10. apríl 1981 en í kjölfarið var haldinn stofnfundur hlutafélags um útgáfu á frjálsu, óháðu fréttablaði á Norðurlandi vestra þar sem rúmlega þrjátíu hluthafar skráðu sig. Í stjórn voru kosnir Hilmir Jóhannesson, Hjálmar Jónsson og Jón F. Hjartarson.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Sneis í Laxdádal

Allar heimildir, eldri og yngri, hafa nafnið óbreytt með öllu: Sneis (sjá m.a. DI. III., bls.448, frumskrift á skinni, gerð 1470, en brjefið er frá árinu 1390. Jarðabækur allar: Sneis) og ná þær frá árinu 1390. Samnefni eru engin til svo jeg viti, að undanteknu örnefninu Sneisargil í Dalasýslu (DI. III. 729. Gamalt landamerki fyrir Sælingsdalstungu).
Meira

Fávitar og framúrskarandi hugsuðir - Leiðari Feykis

Það er kominn þriðjudagur, fyrsti vinnudagur eftir páskahelgi. Ég sit fyrir framan tölvuna og klóra mér í höfðinu yfir því um hvað ég ætti nú að skrifa. Ýmislegt hefur gerst á fáum dögum eins og afnám nauðungarvistunar á sóttvarnarhóteli, ný gossprunga á Reykjanesinu og fleiri og fleiri munstra sig í Fávitavarpið, en svo kallast Facebookhópur sem safnar „skjáskotum af fávitunum sem halda að slow TV sé þáttur um slow people eins og það sjálft,“ eins og segir í lýsingu hópsins. „Endilega skellið inn skjáskotum af fólki sem er að skemma útsendinguna frá eldgosinu með sínum beljusmettum,“ segir jafnfram þar.
Meira

Norðsnjáldri í Eyjafirði – fátíður hvalreki

Norðsnjáldri (Mesoplodon bidens) af ætt svínhvala (Ziphidae) fannst rekinn dauður í síðustu viku í svokallaðri Bót við bæinn Höfða II, skammt sunnan við Grenivík í Eyjafirði. Kristinn Ásmundsson bóndi á Höfða II tilkynnti um hvalrekann, sem telst til tíðinda því aðeins er vitað um átta önnur tilvik hér við land síðan Hafrannsóknastofnun hóf skráningu hvalreka með skipulögðum hætti um 1980.
Meira

Opinn streymisfundur um Mælaborð landbúnaðarins

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnir Mælaborð landbúnaðarins á opnum streymisfundi í dag kl. 13. Stofnun mælaborðsins er hluti af samkomulagi ríkis og bænda við endurskoðun rammasamnings búvörusamninga en þar kemur fram að nauðsynlegt þyki að hafa yfirsýn yfir framleiðslu, sölu og birgðir í landinu m.a. vegna fæðuöryggis og slíkur gagnagrunnur eykur gagn
Meira

Framjóðendur VG í Norðvesturkjördæmi með málefnafund á laugardaginn

Í frétt í gær var rangt farið með þátttakendur á fyrsta málefnafundi af þremur, með framjóðendum í forvali VG fyrir komandi kosningar. Sagt var að sá fundur yrði með frambjóðendum í Norðvesturkjördæmi í kvöld en rétt er að fundurinn verður í Suðvesturkjördæmi og hefst kl. 20:00 í kvöld. Fundurinn með frambjóðendum í Norðvesturkjördæmi fer fram laugardaginn 10. apríl, kl. 12:00
Meira