A-Húnavatnssýsla

Nýtt fyrirkomulag Eyrarrósarinnar

Allt frá árinu 2005 hafa Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Icelandair (áður Flugfélag Íslands) staðið saman að Eyrarrósinni; viðurkenningu sem veitt er framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Auglýst hefur verið eftir umsóknum en Eyrarrósin 2021 verður afhent í maí.
Meira

Vilja að RARIK auglýsi störf án staðsetningar

RARIK auglýsti á dögunum eftir verkefnisstjóra stærri framkvæmda en auglýsingin hefur vakið nokkra athygli og umræðu þar sem starfsstöð starfsmannsins var tiltekin í Reykjavík. Það kemur mörgum spánskt fyrir sjónir því öll starfsemi félagsins, og þar með framkvæmdir á vegum RARIK, fer fram á landsbyggðinni. Af þessu tilefni skorar stjórn SSNV á stjórn RARIK að endurskoða fasta staðsetningu starfa í Reykjavík og auglýsa þess í stað störf án staðsetningar.
Meira

Samningur um áfangastaðastofu Norðurlands

Á heimasíðu SSNV segir frá því að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur undirritað samning við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra um stofnun áfangastaðastofu á Norðurlandi. Með undirritun samningsins eru orðnar til áfangastaðastofur í öllum landshlutum, að undanskildu höfuðborgarsvæðinu, en stofnun áfangastaðastofu þar er í undirbúningi.
Meira

Rúmar þrjár milljónir úr Sprotasjóði á Norðurland vestra

Á dögunum var úthlutað úr Sprotasjóði en honum er ætlað að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik- grunn- og framhaldsskólum. Alls hlutu 42 verkefni styrki að þessu sinni að upphæð rúmlega 54 milljónir kr. Áherslusvið sjóðsins að þessu sinni eru á lærdómssamfélög skóla og drengi og lestur. Þrjú verkefnanna er að finna á Norðurlandi vestra.
Meira

Sóttvarnayfirvöld hvetja fólk til að ljúka sóttkví á sóttkvíarhótelinu

Í ljósi úrskurða Héraðsdóms Reykjavíkur í gær um kröfu sóttvarnalæknis um skyldu til að dvelja í sóttkví í sóttvarnarhúsi vilja sóttvarnalæknir og heilbrigðisráðuneyti koma eftirfarandi á framfæri:
Meira

Spánskir fyrir sjónir Kormáks Hvatar

Knattspyrnulið Kormáks Hvatar hefur undanfarin ár leitað sér liðsstyrks á Spáni með mjög góðum árangri. Skemmst er að minnast landnema á borð við markmanninn Miguel Martinez Martinez, sem enn veldur framherjum fjórðu deildar martröðum; varnarvitans Domi sem kom gríðarlega sterkur inn fyrir nokkrum árum og hefur nú ljáð Tindastóli krafta sína og svo sjálfs Marka-Minguez sem sló öll skorunarmet og þandi netmöskvana á þriðja tug sinna sumarið sem hann dvaldi nyrðra.
Meira

Aldrei of gamall til þess að læra - Reynistaðabræður, Fjalla Eyvindur, Björn Eysteinsson, forustufé og fjallamenn í bland við síðustu aftökuna hjá Magnúsi á Sveinsstöðum

Magnús Ólafsson, sagnamaður á Sveinsstöðum í Austur-Húnavatnssýslu, hefur í nógu að snúast þó kominn sé af allra léttasta skeiði. Í vetur hefur hann verið í leiðsögunámi hjá Ferðamálaskóla Íslands á Bíldshöfða og stefnir á að fara nýja söguferð með hópa um heillandi slóðir. Þá verður væntanlega framhald á hestaferðum hans um söguslóðir síðustu aftökunnar á Íslandi. Feykir hafði samband við Magnús og spurði hann út í námið og ferðirnar, sem mynd er að færast á þessa dagana.
Meira

Leiðindaveður í kortunum

Búist er við suðvestan stormi á spásvæði Stranda og Norðurlands vestra í nótt eða snemma í fyrramálið sem stendur fram eftir degi. Á heimasíðu Veðurstofunnar segir að gert sé ráð fyrir 15-23 m/s, hvassast á Tröllaskaga og í Skagafirði. Reikna megi með vindhviðum að 35 m/s þar. Ökumenn eru hvattir til að aka varlega. Viðvörunin nær einnig til Faxaflóa og Norðurlands eystra.
Meira

Bjarni Jónsson og Lilja Rafney berjast um fyrsta sætið hjá VG í Norðvesturkjördæmi

Framboðsfrestur Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi er runninn út og munu átta gefa kost á sér í fimm efstu sætin í Norðvesturkjördæmi, í rafrænu forvali sem haldið verður 23. – 25. apríl 2021. Bjarni Jónsson, fiskifræðingur og sveitarstjórnarfulltrúi í Skagafirði, sækist eftir 1. sæti líkt og Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri.
Meira

Leikritið um Gutta og Selmu aðgengilegt öllum sem útvarpsleikrit

Hvað er betra í Kóvidinu en að njóta þess að hlusta á leikrit um þau Gutta og Selmu sem var gert að útvarpsleikhúsi fyrir ári. Á tímum þar sem flestir voru í einangrun, var útvarpsleikhúsið tekið upp á Akureyri, Danmörku, Reykjavík og á Sauðárkróki. En allt hefur sinn tíma, segir á heimasíðu Draumaleikhússins, og nú er komið að því að hlustendur fái að njóta.
Meira