Sóldísir í Gránu
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Fréttir
24.04.2024
kl. 11.32
Kvennakórinn Sóldís heldur lokatónleika söngársins í Gránu á Sauðárkróki í kvöld, miðvikudaginn 24.apríl, svo nú er síðasti séns að hlusta á kórinn flytja lög Magnúsar Eiríkssonar.
Tónleikarnir hefjast kl.20:00. Stjórnandi kórsins er Helga Rós Indriðadóttir sem einnig syngur einsöng með kórnum. Undirleikari og hljómsveitarstjóri er Rögnvaldur Valbergsson, með honum spila þeir Sigurður Björnsson á trommur, Steinn Leó Sveinsson á bassa og Guðmundur Ragnarsson á gítar. Elín Jónsdóttir og systurnar Kristvina og Gunnhildur Gísladætur syngja einnig einsöng með kórnum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.