Yfir 20 lögaðilum á Norðurlandi vestra hótað slitum
Ríkisskattstjóra hefur verið falið að koma fram skiptum eða slitum á þeim lögaðilum sem ber að skrá raunverulega eigendur en hafa vanrækt skráningarskyldu samkvæmt lögunum. Á heimasíðu Skattsins kemur fram að fyrirhugað sé að krefjast skipta eða slita á þessum lögaðilum fyrir dómi og eru yfir 20 þeirra á Norðurlandi vestra.
Á Skatturinn.is segir að tveggja vikna frestur sé veittur til að fullnægja skráningarskyldu og miðast upphaf frestsins við birtingardag áskorunar í Lögbirtingablaði sem var sl. miðvikudag, 11. janúar sl. „Áður en tveggja vikna frestinum lýkur getur fyrirsvarsmaður aðila óskað eftir því að fresturinn verði framlengdur allt að tveimur vikum og ber ríkisskattstjóra að verða við því ef hann telur lögmætar ástæður réttlæta frekari drátt á að skráningarskyldu sé sinnt. Ríkisskattstjóri hvetur alla þá sem eiga eftir að skrá raunverulega eigendur að ganga frá skráningu,“ segir í tilkynningu Skattsins.
Hér fyrir neðan má sjá þá lögaðila á Norðurlandi vestra sem skorað er á að skila inn fullnægjandi gögnum.
Starfsmannafélag Kaupf. Skagfirðinga
Ungmennafélagið Framför Steinsstaðabyggð
Stangaveiðifélag Sauðárkróks
Kirkjukór Sauðárkróks
Gráni, hrossaræktardeild Skagafirði
Búnaðarfélag Holtshrepps Fljótum
Deplar II, Fljótum
Hrossaræktardeild Lýtingsstaðahrepps
Samfylkingin Skagafirði
Stúdentafélag Hólaskóla
Tónlistarfélag Skagafjarðar
Veiðifélag Skagafjarðar
Vörubílstjórafélag Skagfirðinga
Húnabyggð 1, íbúðir aldraðra á Blönduósi
Iceland Water Comp Blönduos ehf
Lionsklúbbur Blönduóss
Taflfélag Blönduóss
Ungmennafélagið Vorboðinn Blönduósi
Vörubílstjórafélag V-Húnavatnssýslu
Tónlistarfélag V-Húnvetninga
Leikklúbbur Skagastrandar
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.