Védís Huld Sigurðardóttir sigraði í slaktaumatölti Meistaradeildar KS
Keppni í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild KS í hestaíþróttum fór fram á Sauðárkróki sl. miðvikudagskvöld, 5. apríl. Á Facebooksíðu keppninnar segir að A-úrslitin hafi verið gríðarlega skemmtileg og fór svo að Védís Huld Sigurðardóttir, þjálfari á Sunnuhvoli í Ölfusi, og Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum sigruðu örugglega með 8.04 og er það annað árið í röð sem þau sigra þessa grein. Með Védísi á palli voru þeir feðgar, Bjarni Jónasson og Finnbogi Bjarnason.
„Sú reynda Harpa-Sjöfn frá Hvolsvelli (7.71) og knapi hennar Bjarni Jónasson lönduðu öðru sætinu og í því þriðja var Finnbogi Bjarnason með Leik frá Sauðárkróki (7.33). Katla Sif Snorradóttir og Eldey frá Hafnafirði höfnuðu í 4. sæti með 7.21 & Arnar Máni Sigurjónsson og Arion frá Miklholti lentu í 5. sæti með einkunnina 7.17 eftir góða sýningu á frjálsri ferð og hægu tölti.
Það var lið Íbishóls sem hlaut liðaplattann í kvöld með 60 stig og eru þau efst þegar mótið er hálfnað. Það var þó mjótt á munum og var Storm Rider rétt á eftir með 56,5 stig. Næsta mót er skeiðdagur deildarinnar á sumardaginn fyrsta þar sem keppt verður í 150m skeiði og gæðingaskeiði.“
A - ÚRSLIT
- Védís Huld Sigurðardóttir & Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum 8,04 / Íbishóll
- Bjarni Jónasson & Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli 7,71 / Storm Rider
- Finnbogi Bjarnason & Leikur frá Sauðárkróki 7,33 / Storm Rider
- Katla Sif Snorradóttir & Eldey frá Hafnarfirði 7,21 / Dýraspítalinn Lögmannshlíð
- Arnar Máni Sigurjónsson & Arion frá Miklholti 7,17 / Hrímnir
B - ÚRSLIT
- Guðmunda Ellen Sigurðardóttir & Flaumur frá Fákshólum 7,46 / Equinics
- Fanney Dögg Indriðadóttir & Griffla frá Grafarkoti 7,42 / Hrímnir
- Magnús Bragi Magnússon & Óskhyggja frá Íbishóli 6,92 / Íbishóll
- Egill Már Þórsson & Bjarmi frá Akureyri 6,79 / Eques
- Mette Mannseth & Blundur frá Þúfum 5,62 / Þúfur
FORKEPPNI
- Védís Huld Sigurðardóttir & Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum 7,80 / Íbishóll
- Bjarni Jónasson & Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli 7,40 / Storm Rider
- Arnar Máni Sigurjónsson & Arion frá Miklholti 7,23 / Hrímnir
- Katla Sif Snorradóttir & Eldey frá Hafnarfirði 7,20 / Dýraspítalinn Lögmannshlíð
- Finnbogi Bjarnason & Leikur frá Sauðárkróki 7,10 / Storm Rider
- Magnús Bragi Magnússon & Óskhyggja frá Íbishóli 7,03 / Íbishóll
- Fanney Dögg Indriðadóttir & Griffla frá Grafarkoti 7,00 / Hrímnir
- Guðmunda Ellen Sigurðardóttir & Flaumur frá Fákshólum 6,90 / Equinics
9-10. Egill Már Þórsson & Bjarmi frá Akureyri 6,87 / Eques
9-10. Mette Mannseth & Blundur frá Þúfum 6,87 / Þúfur
- Sigrún Rós Helgadóttir & Fannar frá Hafsteinsstöðum 6,83 / Dýraspítalinn Lögmannshlíð
- Guðmar Freyr Magnússon & Birta frá Íbishóli 6,77 / Íbishóll
- Agnar Þór Magnússon & Bassi frá Grund II 6,73 / Dýraspítalinn Lögmannshlíð
14-15. Elvar Einarsson & Muni frá Syðra-Skörðugili 6,70 / Storm Rider
14-15. Björg Ingólfsdóttir & Korgur frá Garði 6,70 / Equinics
- Viðar Bragason & Klaki frá Draflastöðum 6,57 / Eques
17-18. Baldvin Ari Guðlaugsson & Hagalín frá Efri-Rauðalæk 6,47 / Eques
17-18. Klara Sveinbjörnsdóttir Straumur frá Eskifirði 6,47 / Equinics
- Þórarinn Eymundsson & Stormur frá Kambi 6,37 / Hrímnir
20-21. Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal & Vildís frá Múla 6,23 / Uppsteypa
20-21. Barbara Wenzl & Gola frá Tvennu 6,23 / Þúfur
- Randi Holaker & Glæsir frá Akranesi 5,93 / Uppsteypa
- Lea Christine Busch & Síríus frá Þúfum 5,70 / Þúfur
- Guðmundur Karl Tryggvason & Hrafnhetta frá Innri-Skeljabrekku 0,00 / Eques
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.