Umhverfisviðurkenningar í Húnaþingi vestra
Hafa ekki allir gaman að því að sjá vel hirtar lóðir og hús. Nefnd um veitingu umhverfisviðurkenninga í Húnaþingi vestra auglýsir nú eftir ábendingum um garða og svæði sem eiga slíka viðurkenningu skilið.
Líkt og fyrri ár stendur til að veita umhverfisviðurkenningar í eftirfarandi flokkum:
- Umhverfi og aðkoma sveitabæja/fyrirtækjalóða.
- Umhverfi og garðar einkalóða/sumarbústaðalóða.
Hér með er skorað á þá sem vita af görðum eða svæðum sem eiga slíka viðurkenningu skilið að senda inn tilnefningar á eyðublaði sem finna má HÉR.
Nánari upplýsingar og fyrri viðurkenningarhafar.
Tekið er við tilnefningum til og með 31. ágúst nk.
Nefnd um umhverfisviðurkenningar yfirfer tilnefningar og tekur ákvörðun um viðurkenningarhafa. Nefndina skipa: Birgir Þór Þorbjörnsson, Fríða Marý Halldórsdóttir og Borghildur H. Haraldsdóttir.
Í fyrra voru eigendur eftirtalinna eigna veitt viðurkenningu; Lækjarbakki - Mánagata 8 og Tjarnarkot.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.