Umhverfisverðlaun Húnabyggðar veitt á Húnavöku

Á Húnavöku afhenti Umhverfisnefnd Húnabyggðar umhverfisverðlaun sem eru veitt fyrir falleg og vel hirta garða og fyrir snyrtilegt umhverfi.

Verðlaunin eru veitt annars vegar fyrir snyrtilegt umhverfi í dreifbýli og hlutu Sigurður Rúnar Magnússon og Maríanna Gestsdóttir á Hnjúki þau, og hins vegar fyrir snyrtilegt umhverfi í þéttbýli, og voru það Hrefna Kristófersdóttir og Jakob Svavarsson á Urðarbraut 14 þar fyrir valinu.

Gistiheimilið Svínavatni fékk einni viðurkenningu fyrir fallegt umhverfi.

Það er Húni.is sem greindi frá.

/SMH

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir