Umhverfis- og tiltektardagur á Blönduósi
Umhverfis- og tiltektardagur er framundan á Blönduósi, fimmtudaginn 18. maí nk. þar sem ,,íbúar og fyrirtæki eru hvött til að fara yfir sitt nánasta umhverfi og hreinsa til fyrir sumarið‘‘ líkt og fram kemur í tilkynningu á vef Húnabyggðar.
Hægt verður að nálgast ruslapoka og fá aðstoð á Gámasvæðinu á Blönduósi milli kl. 11:00 og 13:00 þar sem Terra planið verður opið.
Starfsfólk þjónustumiðstöðvar Húnabyggðar tekur á móti fólki við félagsheimilið á Blönduósi og skipuleggur svæðin sem þarf að flokka. Tínur og pokar verða á staðnum og allir eru hvattir til að taka þátt, ungir sem aldnir.
Að lokum býður sveitarstjórn Húnabyggðar íbúum í grillveislu í félagsheimilinu á Blönduósi kl. 17:00
Ef íbúar hafa ekki tök á að losa sig við stóra hluti eins og bílhræ er þeim bent á að hafa samband við þjónustumiðstöð Húnabyggðar til að fá aðstoð við það á netfangið ahaldahus@hunabyggd.is fyrir fimmtudaginn 18. maí.
Öll þjónusta verður gjaldfrjáls þennan dag og samskonar dagur verður einnig í dreifbýli Húnabyggðar í júní sem verður nánar auglýstur síðar.
/SMH
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.