Tveir vinningshafar smásagnakeppni Félags enskukennara úr Húnaskóla
Í smásagnakeppni FEKÍs (Félag enskukennara) sem hófst 26. september, á evrópska tungumáladeginum átti Húnaskóli tvo vinningshafa. Á heimasíðu Húnabyggðar kemur fram að keppnin sé haldin ár hvert meðal grunn- og framhaldsskólanema á Íslandi og var þema keppninnar í ár „Power“.
Keppt er í 4 flokkum:
5. bekkur og yngri grunnskóli
6.-7. bekkur grunnskóli
8.-10. bekkur grunnskóli
og framhaldsskóli.
Hver skóli má senda þrjár sögur úr hverjum flokki.
„Það var mjög ánægjulegt að Húnaskóli átti tvo vinningshafa í ár: Sigrún Erla Snorradóttir með söguna „The Flying Family“ í flokki 5. bekkjar og yngri og Bella Lind Stenlund með söguna „The Power of a Horse“ í 6.-7.bekkjar flokki. Verðlaunaafhending fór fram á Bessastöðum 2. mars 2023,“ segir á hunabyggd.is. Þar kemur jafnframt fram að stelpunum hafi verið boðið á þennan viðburð ásamt foreldrum sínum og Sonju Suska, kennara. „Við óskum Sigrúnu Erlu og Bellu Lind innilega til hamingju!!“ segir í frétt sveitarfélagsins og tekur Feykir heilshugar undir þá kveðju.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.