Þórhildur Sunna tekur við sem þingflokksformaður Pírata

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur tekið við sem þingflokksformaður Pírata, en hún var kjörin á þingflokksfundi á dögunum. Hún tekur við embættinu af Halldóru Mogensen. Björn Leví Gunnarsson var við sama tilefni kjörinn varaþingflokksformaður en Gísli Rafn Ólafsson gegnir enn embætti ritara þingflokksins.

Nefndadagar verða samkvæmt starfsáætlun Alþingis dagana 16.–19. janúar og funda nefndir þingsins þá allan daginn.
Það er ekki fyrr en á þorra sem þingfundir hefjast eða mánudaginn 23. janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir