Sunnanvindar og hiti í kortunum
Það hefur hlánað talsvert í dag á Norðurlandi vestra og á þjóðvegum er víðast hvar hálka eða hálkublettir. Greiðfært er þó á Hrútafjarðarhálsi, í Hrútafirði og yfir Holtavörðuheiði. Á Sauðárkróki er nú víða glerhálka enda snjóþyngra innan bæjar en utan þar sem snjór safnast meira saman og erfiðara er að moka göturnar. Reikna má með að ástandið sé svipað í öðrum þéttbýliskjörnum og því vissara að stíga hægt til jarðar og fara varlega akandi.
Reikna má með að snjórinn sem kominn var og hafði fyllt skíðavini af von um snjó í skíðabrekkum, láti nú undan síga því Veðurstofan gerir ráð fyrir hlýindum út vikuna. Þannig er spáð 10-18 m/sek að sunnan á morgun og hita á bilinu 5-11 gráður. Dagarnir þar á eftir verða svipaðir, úrkoma lítil en á fimmtudagskvöld er spáð töluverðri rigningu. Það kólnar örlítið þegar nær dregur helgi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.