Skorað á BSRB að láta af ólögmætum áróðursauglýsingum
Undanfarnar vikur hefur BSRB og bæjarstarfsmannafélög innan bandalagsins staðið fyrir ólögmætri áróðursauglýsingaherferð sem birt er víða um land vegna verkfalla bæjarstarfsmannafélaga.
Auglýsingarnar eru birtar undir nafni sveitarfélaga án heimildar frá stjórnum þeirra. Í þeim er farið með rangt mál og sveitarfélögum gerður upp ásetningur og athafnir sem með engu móti samrýmast stefnu þeirra í mannauðs- og launamálum.
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur margoft rætt við stjórn BSRB og bæjarstarfsmannafélögin um að láta nú þegar af allri ólögmætri birtingu og dreifingu auglýsinga í nafni sveitarfélaga. Einnig að allar opinberar birtingar í hvaða formi sem er verði þegar fjarlægðar og þeim hætt. Við því hefur ekki verið brugðist.
Samband íslenskra sveitarfélaga skorar á BSRB að taka auglýsingarnar úr birtingu fyrir kl. 16:00 í dag.
/Fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.