Skimað fyrir brjóstakrabbameini á landsbyggðinni
Árlega greinast að meðaltali 235 íslenskar konur með brjóstakrabbamein og eru þær í flestum tilvikum eldri en 50 ára. Heilbrigðisyfirvöld mæla með skimun fyrir meininu á grundvelli heildarmats á gagnlegum og skaðlegum áhrifum og hefur Landspítala verið falin framkvæmd skimana í samvinnu við Sjúkrahúsið á Akureyri. Nú í mars og fram í maí verður hins vegar farið á heilsugæslustöðvar á landsbyggðinni m.a. á Hvammstanga, Blönduósi og á Sauðárkróki.
Vorið 2023 verður skimað á þessum stöðum, með fyrirvara um breytingar:
Borgarnes - 8. til 16. mars
Hvammstangi - 20. til 21. mars
Blönduós - 22. til 24. mars
Sauðárkrókur - 27. til 31. mars
Siglufjörður - 24. til 28. apríl
Húsavík - 2. til 5. maí
Höfn - 8. til 10. maí
Vestmannaeyjar - 22. til 26. maí.
Tímapantanir fara eingöngu fram í síma 513-6700 milli kl. 8:30 og 12:00 alla virka daga en einnig er hægt að senda tölvupóst á krabbameinsskimun@heilsugaeslan.is.
Á heimasíðu Heilsugæslunnar kemur fram að haustið 2022 hafi verið skimað á eftirtöldum stöðum: Egilsstaðir, Eskifjörður, Hvolsvöllur, Ísafjörður, Kirkjubæjarklaustur, Selfoss, Vík í Mýrdal, Vopnafjörður og Þórshöfn.
Hvað er skimun?
Brjóstaskimun er rannsókn á einkennalausum konum. Markmið skimunar er að greina sjúkdóminn á byrjunarstigi, bjóða betri meðferðarvalkosti og koma í veg fyrir að konur látist úr brjóstakrabbameini. Skimun er ekki heildstæð rannsókn á brjóstakrabbameini og jafnvel þótt þú farir í skimun getur þú verið með eða fengið brjóstakrabbamein. Þar af leiðandi skaltu ávallt leita til læknis ef þú færð einkenni. Sjá nánar HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.