Skagaströnd auglýsir íbúðarlóðir til úthlutunar

Skagastrond.is
Skagastrond.is

Á vefsíðu Sveitarfélagsins Skagastrandar eru íbúðarlóðir Á Skagaströnd auglýstar til úthlutunar. Frestur til að sækja um lóðirnar er til miðnættis 13. júlí.

Eftirfarandi lóð hefur verið skilað aftur til sveitarfélagsins og er því til úthlutunar að nýju.

  • Hólanesvegur 6


Aðrar lausar lóðir til úthlutunar eru eftirfarandi.

  • Bogabraut – ein lóð norðan götu nr: 25.
  • Suðurvegur – ein lóð austan götu nr: 11
  • Sunnuvegur – tvær lóðir vestan götu nr: 10 og 12
  • Ránarbraut – ein lóð norðan götu nr: 3
  • Skagavegur – tvær lóðir austan götu, nr: 4 og parhúsalóð nr: 6-8.
  • Bankastræti – ein lóð sunnan götu nr. 5.

Umsóknareyðublöð má nálgast hér.

Farið er eftir settum reglum við úthlutun lóðanna og nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri á opnunartíma skrifstofu að Túnbraut 1-3, í síma 455-2700 eða á netfanginu sveitarstjori@skagastrond.is.

Áætlað er að umsóknir verði teknar fyrir á fundi Hafnar- og skipulagsnefndar í ágúst. Öllum umsækjendum verður svarað.

 

/SMH

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir