Skagabyggð tekur upp samræmt flokkunarkerfi fyrir sorp
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
09.01.2024
kl. 11.59
Á vef Skagabyggðar segir að í dag, þriðjudaginn 9. janúar, sé áætlað að aðilar frá Íslenska Gámafélaginu fari um Skagabyggð og heimsæki íbúa til þess að leiðbeina þeim varðandi flokkun á heimilisúrgangi en áramótin 22/23 tóku í gildi breytingar á lögum um meðhöndlun úrgangs. Þær breytingar fela í sér flokkun í fjóra úrgangsflokka; pappír og pappi, plast, matarleifar og blandaður úrgangur og var þessi flokkun tekin upp í Skagafirði í byrjun mars 2023 og gengið vel.
Í tilkynningunni segir að þann 10. og 11. janúar verður síðan tunnum dreift á alla bæi og ef enginn getur tekið á móti þeim er mikilvægt að láta vita þannig hægt sé að gera ráðstafanir. Hringja má í Heiðrúnu hjá IGF í síma 861-1247 eða senda póst á heidruno@igf.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.