Sex stúlkur úr Tindastóli í Norðurlandsúrvalinu

Myndin er tekin eftir leikinn, frá vinstri. Birgitta Rún Finnbogadóttir, Elísa Bríet Björnsdóttir, Sigríður H. Stefánsdóttir (Lilla), Elísabet Nótt Guðmundsdóttir, Katla Guðný Magnúsdóttir, Hulda Þórey Halldórsdóttir.  MYND AF FACEBOOK
Myndin er tekin eftir leikinn, frá vinstri. Birgitta Rún Finnbogadóttir, Elísa Bríet Björnsdóttir, Sigríður H. Stefánsdóttir (Lilla), Elísabet Nótt Guðmundsdóttir, Katla Guðný Magnúsdóttir, Hulda Þórey Halldórsdóttir. MYND AF FACEBOOK

Tindastóll á sex fulltrúa í 18 manna lokahópi Norðurlandsúrvals stúlkna í knattspyrnu. Liðið er skipað stúlkum sem hafa fæðst árið 2007 eða 2008. Úrvalið fer til Danmerkur og spilar þar tvo leiki við FC Nordsjælland og Brøndby IF dagana 26. febrúar - 2. mars.

Hópurinn samanstendur af tíu stelpum úr Þór/KA, tvær koma frá Völsungi á Húsavík og sex frá liði Tindastóls en þar af eru tvær frá Skagaströnd og ein frá Blönduósi ef Feyki skjátlast ekki. „Þetta eru sannarlega frábærar fréttir fyrir okkur að eiga 1/3 af þeim hóp sem fer,“ segir Tóti yfirþjálfari yngra flokka Tindastóls í tilkynningu á Facebook-síðu stuðningsmanna knattspyrnudeildar Tindastóls.

Í gær spiluðu stelpurnar við 2.fl Þór/KA og sigruðu 5-0. „Okkar stelpur stóðu sig gríðarlega vel og eru lykilmenn í þessum sterka hóp,“ segir Tóti. Allar hafa stelpurnar spilað með sameinuðum liðum Tindastóls/Hvatar/Kormáks í yngri flokkum en hafa fengið að spreyta sig með meistaraflokki Tindastóls nú í vetur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir