Riða gæti verið á öðrum bæ í Miðfjarðarhólfi

Eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum er búið að skera niður um 700 kindur á Bergsstöðum eftir að riðuveiki greindist í fyrsta sinn í Miðfjarðarhólfi í síðasta mánuði.  RÚV segir frá því að grunur leiki á um að riða hafi greinst í öðrum bæ í hólfinu.

„Grunur leikur á um að riða hafi greinst á öðrum bæ í Miðfjarðarhólfi. Þetta staðfestir Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, í samtali við fréttastofu,“ segir í frétt RÚV. Jafnframt segir í fréttinni að vitað var að fé frá Bergsstöðum hafði síðustu ár verið flutt á aðra bæi og samgangur verið á milli. Sýni hafa verið til rannsóknar á tilraunastöðinni að Keldum og niðurstaða liggur fyrir í lok dags.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir