RARIK bætir afhendingaröryggi á Norðurlandi vestra

Spennir færður inn í nýja viðbyggingu aðveitustöðvar á Skagaströnd. MYND AF VEF RARIK
Spennir færður inn í nýja viðbyggingu aðveitustöðvar á Skagaströnd. MYND AF VEF RARIK

RARIK vinnur nú að endubótum á rafbúnaði og húsnæði nokkurra aðveitustöðva á Norður- og Austurlandi en þær hófust á síðasta ári; þar með talið á Skagaströnd, við Varmahlíð og á Laxárvatni við Blönduósi. Í frétt á heimasíðu RARIK segir að allar þessar framkvæmdirnar miði að því að bæta afhendingaröryggi og gera kerfi RARIK á þessum svæðum betur í stakk búin til að mæta aukinni notkun í framtíðinni.

„Á Skagaströnd var byggt yfir spenni og skipt um 33 kV og 11 KV rofabúnað sem kominn var á aldur en með því að setja spenni inn í hús fæst aukið rekstraröryggi fyrir svæðið. Byggingaverktakinn K-TAK ehf. hefur lokið sínu verki. Spennir er kominn á staðinn og tengingum utandyra lýkur í vor.

Við aðveitustöðina í Varmahlíð í Skagafirði er unnið að viðbyggingu yfir spenni sem settur verður þar upp næsta sumar. Auk þess verður eldra hús á staðnum endurklætt og lagfært. Byggingaverktakinn K-TAK ehf. mun ljúka byggingaframkvæmdum í byrjun sumars.

Á Laxárvatni við Blönduós en nú verið að breyta húsnæði sem áður hýsti varavélar í rými fyrir þrjá spenna sem settir verða upp í ár og á næsta ári. Það er K-TAK ehf á Sauðárkróki sem sér um byggingaframkvæmdir. Í stað eldri spennis, sem er að verða of lítill, verður settur upp 20 MVA 132/33 KV spennir auk þess sem 33/19 KV spennir fyrir Sveinstaðalínu verður stækkaður upp í 5 MVA og spennir fyrir 11 KV afhendingu verður stækkaður í 10 MV. Allt er þetta gert til að mæta auknu álagi á svæðinu.“

Heimild: Rarik.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir