Pallaball í kvöld og allir í stuði á Húnavöku

„Húnavakan fór aldeilis vel af stað í gær. Það mættu um 400 manns í grill, þar sem 63 árgangurinn og Óli í 83 árgang sáu um að grilla ofan í mannskapinn.“ Svo segir í færslu á Facebook-síðu Húnavökunnar. Þó Húnvetningar séu kátir með Húnavökuna þá eru veðurguðirnir kannski ekki alveg að spila með þessa helgina. Þá er ekkert annað í stöðunni en að brosa framan í súldina, klæða af sér kuldann og regið og njóta þess að vera vel dúðaður.

Á síðu Húnavökunnar segir að um 100 manns hafi mætt í gær á tónleika með Krumma og krákunum. Það var síðan fullt hús, eða um 250-300 manns, sem mættu á styrktarbingó hjá Kormáki/Hvöt.Grillveisla í boði Húnabyggðar var færð inn úr bleytunni þó svo grillararnir sjálfir hafi hvergi gefið eftir við að grilla utandyra.

Nú klukkan sex mætir Leikhópurinn Lotta en vegna veður færist sýningin inn í íþróttamiðstöðina. Krúttið verður formlega opnað gestum kl. 20 en kl. 23 verður stórdansleikur með Páli Óskari en forsala miða er nú á milli 17 og 19 í félagsheimilini – þar sem Palli gerir allt rétt og allt vitlaust eins og honum einum er lagið.

Veislan heldur síðan áfram alla helgina en hápunkturinn er nú sennilega glæsilega fjölskylduskemmtunin sem Húnvetningar bjóða upp á en hún hefst á hádegi og stendur til kl. 17. Allir á Húnavöku!

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir