Opinn fundur um stefnumótun Húnabyggðar í orku- og umhverfismálum
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
20.06.2023
kl. 09.21
Fimmtudaginn 22. júní nk. fer fram opinn íbúafundur um stefnumótun Húnabyggðar í orku- og umhverfismálum.
Fundurinn er haldinn í félagsheimilinu á Blönduósi frá klukkan 18 til 20.
"Við hvetjum alla sem áhuga hafa á því að vera með að taka þátt og við fögnum öllum hugmyndum sem þið mögulega hafið." Segir á heimasíðu Húnabyggðar um fundinn.
Einnig er öllum heimilt að senda hugmyndir á hunabyggd@hunabyggd.is , merkt "Stefnumótun".
/SMH
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.