Opið hús á Hvanneyri
Laugardaginn næsta, 13. maí, verður opið hús á Hvanneyri milli klukkan 13 og 15 þar sem hægt verður að kynna sér allar námsleiðir til hlítar. Aðalbygging skólans verður opin og hægt verður að spjalla við starfsfólk og nemendur og fá nánari upplýsingar um námið og lífið í LBHÍ.
LBHÍ leggur ríka áherslu á fjölbreytt og hagnýtt nám og kemur oft á óvart hve mikið er í boði og hve öflugt starfið er. Sérsvið skólans eru matvælaframleiðsla, líf- og umhverfisvísindi ásamt skipulagi og hönnun. Á Hvanneyri eru nemendagarðar og leik- og grunnskóli allt í fjölskylduvænu umhverfi þar sem stutt er í óspillta náttúru.
Rósa Björk Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri LBHÍ, segir það virkilega gaman að bjóða upp á opið hús á Hvanneyri til að kynna betur aðstöðuna. „Þetta er í fyrsta skipti sem það er í boði sem sérstök kynning á náminu okkar og aðstöðu á Hvanneyri en umsóknarfrestur í háskólanám og búfræði er 5. júní nk. og því mikilvægt að geta boðið áhugasömum að koma á staðinn og sjá hvað er í boði. Öll velkomin!“ segir Rósa Björk.
Frekari upplýsingar má finna á www.lbhi.is og á viðburðarsíðu á Facebook https://fb.me/e/2QwuymD5e
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.