Olga Vocal Ensemble á Hótel Blönduósi laugardaginn 8. júlí kl. 21:00

Í ár fagnar Olga Vocal Ensemble 10 ára starfsafmæli og af því tilefni ætlar hópurinn að halda tónleika víðs vegar um Ísland.

Olga Vocal Ensemble verður á Hótel Blönduósi laugardaginn 8. júlí kl. 21:00. Ókeypis aðgangur.
Veitingastaður hótelsins, Sýslumaðurinn, er opinn frá 17:00-21:00. Borðapantanir í síma 699-1200 og á info@hotelblonduos.is.

Olga Vocal Ensemble er alþjóðlegur sönghópur sem var stofnaður í byrjun árs 2013 og fagnar því 10 ára starfsafmæli í ár. Hópurinn hélt sína fyrstu tónleika á Íslandi sumarið 2013 og hefur heimsótt Ísland á hverju ári síðan þá, að undanskildu árinu 2020. Hópurinn er skipaður 5 söngvurum, 3 eru búsettir í Hollandi og 2 á Íslandi.

Meðlimir Olgu eru Hollendingarnir Jonathan Ploeg, tenór og Arjan Lienaerts, baritón, Englendingurinn Matthew Lawrence Smith, tenór, rússneski Bandaríkjamaðurinn Philip Barkhudarov, bassi og Pétur Oddbergur Heimisson, bass-baritón.

Olga hefur haldið tónleika víðs vegar um heiminn, í Bandaríkjunum, Hollandi, Frakklandi, Belgíu, Spáni og á Íslandi. Hópurinn hefur gefið út 5 geisladiska, fyrsti diskurinn kom út árið 2013, Vikings kom út árið 2016, It’s a Woman’s World kom út árið 2018, Aurora og Winter Light komu út árið 2021 en að auki var Aurora gefinn út á vinylplötu.

 

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir