Nýjar orkumerkingar fyrir ljósgjafa
Þann 1. september 2021 tóku gildi nýjar orkumerkingar fyrir ljósgjafa og hófst þá 18 mánaða aðlögunartímabil sem lýkur nú 1. mars næstkomandi. Á heimasíðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að það þýði að frá 1. mars þurfi ljósgjafar, sem á annað borð bera orkumerkingar, að bera nýju orkumerkingarnar.
Frá og með 1. mars skulu gamlir orkumerkimiðar á umbúðum eða vöru huldir með límmiða af sömu stærð með nýja orkumerkimiðanum og nýtt vöruupplýsingablað látið í té. Í tilkynningu HMS kemur fram að vegna tækniþróunar og vegna þess að munurinn á milli A+, A++ og A+++ er ekki augljós neytendum auk þess sem flestar vörur á markaði voru í þremur efstu flokkunum, hafi einfaldari orkumerkimiði með kvarðanum A – G verið tekinn upp að nýju.
Hvaða mikilvægu nýju atriði koma fram á nýju orkumerkimiðunum?
Nýju merkimiðarnir verða með samræmdum orkunýtniflokkum, A til G, fyrir allar vörur. Orkunýtniflokkarnir A+++/A+ munu hverfa. Merkimiðarnir eru tengdir við gagnagrunn með QR-kóða. Gagnagrunnurinn veitir neytendum, söluaðilum markaðseftirlitsyfirvöldum frekari upplýsingar um allar orkumerktar vörur. Með reglugerð (ESB) 2019/2015 eru settar kröfur um merkingar og veitingu viðbótarupplýsinga um ljósgjafa með eða án innbyggðs stýribúnaðar. Kröfurnar gilda einnig um ljósgjafa sem eru settir á markað í umlykjandi vöru.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.