Náttúrustofan leitar að háskólastúdent í sumarvinnu við refarannsóknir

Melrakkann, eina upprunalega landspendýr Íslands, er víða að finna í íslenskri náttúru. Rannsaka á stöðu hans í skagfirskum vistkerfum í sumar með styrk frá Nýsköpunarsjóði Námsmanna. Mynd af nnv.is.
Melrakkann, eina upprunalega landspendýr Íslands, er víða að finna í íslenskri náttúru. Rannsaka á stöðu hans í skagfirskum vistkerfum í sumar með styrk frá Nýsköpunarsjóði Námsmanna. Mynd af nnv.is.

Náttúrustofa Norðurlands vestra í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands og sveitarfélagið Skagafjörð hlýtur styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna til að rannsaka refi og hlutverk þeirra í vistkerfum Skagafjarðar. Styrkurinn verður nýttur til að ráða háskólanema til sumarstarfs þar sem tekin verða saman gögn yfir þekkt refaóðul og ábúð þeirra auk upplýsinga um unna refi.

Á heimasíðu stofunnar segir að sömuleiðis verði söguleg gögn könnuð með tilliti til möguleika á nýtingu þeirra gagna. Leitað er að námsmanni með grunn í líffræði eða öðrum umhverfistengdum greinum.

Starfsaðstaða verður á Sauðárkróki en verkefnið felur einnig í sér vettvangsferðir vegna rannsóknanna. Nánari upplýsingar veitir Starri Heiðmarsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra (starri@nnv.is, 6632650) en einnig má hafa samband við Ester Rut Unnsteinsdóttur spendýrafræðing hjá NÍ (ester@ni.is) og Kára Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa hjá Skagafirði (kari@skagafjordur.is). Umsóknarfrestur er a.m.k. til 25. apríl og skal skila umsókn ásamt ferilskrá á nnv@nnv.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir