Námskeið í grúski
Á vef Héraðsbókasafns Skagafjarðar og Héraðsskjalasafns segir að til standi að halda námskeið í grúski. Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja kynna sér uppruna sinn og umhverfi betur og grúska sér til ánægju.
Helstu viðfangsefni á námskeiðinu eru eftirfarandi:
- Hvernig get ég fundið og nýtt mér efni á netinu, í skjölum og í bókum?
- Hvernig get ég nýtt mér gögn sem leynast heima fyrir og hjá fjölskyldunni?
- Hvernig get ég komið efninu á framfæri?
Námskeiðið verður haldið dagana 16., 23. og 30. janúar frá kl 17:00-18:00 í Safnahúsi við Faxatorg á Sauðárkróki. Menningarsjóður Kaupfélags Skagfirðinga styrkir verkefnið og er námskeið því þátttakendum að kostnaðarlausu. Námskeiðið er jafnframt hluti af viðburðaröð í tilefni af 120 ára afmæli Héraðsbókasafnsins, en safnið var stofnað árið 1904.
Skráning fer fram í gegnum netfangið bokasafn@skagafjordur.is eða í sima 455-6050.
Æskilegt er að þátttakendur hafi með sér spjaldtölvu eða fartölvu.
Blaðamaður er illa svikin ef þetta námskeið á ekki eftir að höfða til einhverra. Hafa ekki allir gaman af svolitlu grúski?
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.