Morten Wiborg, starfsnemi hjá BioPol, útskrifast sem verkfræðingur
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
21.02.2023
kl. 14.49
Morten Wiborg, sem stundaði starfsnám hjá BioPol á síðasta ári, útskrifaðist með diplómagráðu í efna- og líftækniverkfræði (BEng) frá University of Denmark í lok janúar.
Á heimasíðu Skagastrandar er sagt frá þessu en lokaverkefni Mortens var unnið að mestu hjá BioPol á Skagastönd og fjallaði það um vöxt og fitusamsetningu einfrumunga af ætt Thraustochytrids. Morten er óskað til hamingju með áfangann og farsældar í störfum sínum í framtíðinni og tekur Feykir undir þær óskir. Morten naut leiðsagnar Dr. Jens Jakobs Sigurðarsonar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.