Malbikun stendur yfir á Skagaströnd
Á vef Skagastrandar kemur fram að Vegagerðin mun malbika stofnveg sveitarfélagsins frá Fellsbraut við Röðulfell um alla Strandgötu fram að gatnmótum við Einbúann.
Framkvæmdir hófust í gær, fimmtudaginn 27. júlí og munu standa yfir fram á sunnudag.
Framkvæmdaplan lítur svona út:
Fimmtudagur 27. júlí: Leggja í þverskurði í aðalgötu, afrétta götu og fræsa lása
Föstudagur 28. júlí: Leggja vinstri akgrein (þegar keyrt er inní bæinn)
Laugardagur 29. júlí: Leggja hægri akgrein
Sunnudagur 30. júlí: Malbika á leikskólalóð, bílastæði við Spákonufellshöfða og í sár vegna fráveituframkvæmda.
Það er óhjákvæmilegt að einhver truflun verði á umferð um bæinn á meðan á verkinu stendur og eru vegfarendur beðnir um að gæta aðgátar.
Ef einhverjar breytingar verða á framkvæmdaráætlun verður það tilkynnt sérstaklega.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.