LNV óskar eftir upplýsingum vegna umferðarslyss í Langadal

Lögreglan á Norðurlandi vestra óskar eftir upplýsingum um umferðarslys sem varð á þjóðvegi 1 (Norðurlandsvegi) í Langadal, á vegarkafla skammt frá bænum Auðólfsstöðum, sunnudaginn 30. júní síðastliðinn um kl. 18:30. Í þágu rannsóknar málsins óskar lögreglan eftir upplýsingum um bifreið sem ekið var í átt að Blönduósi, fram úr nokkrum bifreiðum, með þeim afleiðingum að ökumaður bifhjóls, sem ekið var úr gagnstæðri átt, í átt að Varmahlíð, slasaðist.
 
Lögreglan óskar eftir að ná tali af ökumanni þeim sem ók fram úr bílaröðinni og/eða öðrum vegfarendum sem voru á ferðinni á umræddum tíma og veitt geta upplýsingar um atvikið.
 
Unnt er að hafa samband við lögregluna á Norðurlandi vestra í síma 444-0700 og/eða í gegnum netfangið norðurland.vestra@logreglan.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir