Leiðindarkuldi og vetrarfærð á fjallvegum

Tekið af vef Veðurstofu Íslands
Tekið af vef Veðurstofu Íslands

Gul viðvörun er ennþá í gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra til klukkan 15:00 í dag, norðan og norðvestan 8-15 m/s og snjókoma eða skafrenningur og lítið skyggni með köflum, einkum á fjallvegum. Varsamt vanbúnum ökutækjum.

Samkvæmt vef Veðurstofunnar er vetrarfærð víða á fjallvegum norðan- og austanlands. Búast má við snjókomu og vetrarástandi á vegum norðantil fram undir kvöld. Vegfarendur ættu að kanna vel ástand vega og veðurspár áður en lagt er af stað.

Við hvetjum því þá sem ætla að leggja leið sína norður á leikinn í kvöld að fylgjast með færðinni og vera á ökutækjum sem henta aðstæðum.

/SMH 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir